Púki Ritvinnsluforrit

6 911 ISK

Lagerstaða: Ekki til á lager

Lýsing

Ritvilluvörnin Púki nýtist til yfirlestrar á íslenskum texta en Púki les yfir og leiðréttir texta sem unninn er í einhverjum af forritum Office pakkans, t.d. Word, Outlook eða Powerpoint. Púki getur skipt orðum milli lína og jafnvel lært ný orð. Ritvilluvörnin inniheldur einnig beygingarforrit og samheitaorðasafn. Heimilisleyfi Púkans gildir fyrir allt að fimm tölvur á einu heimili.

Púki ritvilluvörn leiðréttir íslenskan texta í öllum Microsoft forritum. Forritið getur leiðrétt texta jafnóðum og skrifað er, eða þegar textagerð er lokið. Púki býr einnig yfir öflugu beygingarforriti sem gerir notendum kleift að fletta upp beygingarmyndum allra nafnorða, sagnorða og lýsingarorða í orðasafni.

Púki inniheldur samheitaorðabók sem notendur geta nýtt til að fletta upp samheitum orða í texta. Að auki er hægt að kenna Púka ný orð og hugtök tengd vinnu eða námi. Á geisladisknum með Púka fylgir handbók uppfull af fróðleik um hvernig hægt er að nota forritið.

Öllum skráðum eigendum Púka býðst aðstoð við notkun og uppsetningu forritsins, annað hvort í gegnum síma eða tölvupóst.

Frá því Púki komi fyrst út árið 1987 hefur almenn málnotkun breyst mikið og því hefur orðasafn Púkans verið bætt með tilliti til þess. Púkinn er sniðinn til notkunar í innbyggðu yfirlestrarkerfi Microsoft og er forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Stillingar á yfirlestri fara alfarið fram í yfirlestrarkerfi Microsoft Office pakkans.

preview