Lýsing
Fjarvinnsla - Tölvubúnaður
Þjónustugjald miðast við 20 mín í fjarvinnslu.
Nördinn býður uppá fjaraðstoð við ýmis tölvuvandamál, hentugt við uppsetningu á tölvupósti,vírusvörnum,hugbúnaði,uppfærslum,ýmsum villum í stýrikerfi og margt flr -
Eina sem þarf er nettenging svo nordinn geti tengst tölvu og veitt aðstoð.
Þjónustan virkar þannig að þegar þjónustu er óskað , hvort sem þjónustan er versluð í gegnum vefverslun eða haft samband við okkur í síma eða tölvupósti, þegar greiðsla er staðfest , þá hefur tæknimaður samband og gefur upp númer sem þarf að setja inn á ákveðinni vefslóð,einnig er hægt að fá upplýsingar í tölvupósti.
Viðskiptavinur þarf svo að staðfesta að tæknimaður geti tengst tölvubúnaði, Þegar þessu er lokið getur tæknimaður tengst og leyst vandamálið.
Að viðgerð lokinni fjarlægist búnaður og ekki hægt að tengjast aftur við tölvubúnað nema hefja ferlið aftur.
Viðskiptavinur getur rofið tengslin hvenær sem er á meðan vinnsla er í framkvæmd og fylgst með öllu sem fer fram á skjánum.
Endilega ef það eru einhverjar spurningar , þá sendið okkur fyrirspurn
http://www.nordinn.is/index.php?option=com_contact&view=contact&id=3&Itemid=55
eða hafið samband við okkur í Ármúla 42 eða í síma 571-2800